Knapamerkin
Opið er fyrir skráningu á knapamerkin, þ.e. 1,2,3 og 4 en skráningarfrestur er til 20. janúar á miðnætti. Kennsla fer fram í Hattarvallahöllinni og kennt verður á mánudögum og miðvikudögum. Knapamerki 1 og 2 verður undir handleiðslu Matthías Kjartanssonar reiðkennara, knapamerki 1 verður kennt milli 17:00 – 18:00 en knapamerki 2 milli 18:00 – 19:00.
Knapamerki 3 og 4 verða einnig kennd í Hattarvallahöllinni en Þórdís Anna Gylfadóttir er þar kennari.
Knapamerki 3 verður kennt á mánudögum kl. 20:00 – 21:00 og miðvikudögum kl. 19:00 – 20:00.
Knapamerki 4 verður kennt á mánudögum kl. 21:00 – 22:00 og á miðvikudögum kl. 20:00 – 21:00.
Verð:
Knapamerki 1: Kenndir eru 12 tímar með prófi, verð fyrir unglinga 14-18 ára er 21.000 kr. en fyrir fullorðna 30.000 kr.
Knapamerki 2: Kenndir eru 15 tímar með prófi, verð fyrir unglinga 14-18 ára er 26.500 kr. en fyrir fullorðna 37.500 kr.
Knapamerki 3: Kenndir eru 20 tímar með prófi, verð fyrir unglinga 14-18 ára er 35.000 kr. en fyrir fullorðna 52.500 kr.
Knapamerki 4: Kenndir eru 25 tímar með prófi, verð fyrir unglinga 14-18 ára er 43.750 kr. en fyrir fullorðna 59.500 kr.
Skráning fer fram á www.sportfengur.com
Lágmarksfjöldi er 4 í hvern hóp en látið verður vita 21. janúar hvort og þá hvaða knapamerki ná ekki að uppfylla lágmarskfjölda og verður þá námskeiðið fellt niður.
Hestamennska

Kennsla er í Samskipahöllinni, hólfi 3 (vestast). Kennsla hefst eins og áður segir 23. janúar og er kennt einu sinni í viku hverjum hópi í 10 vikur.
Hestamennska II er hugsuð fyrir byrjendur og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku.
Nemendur þurfa þó að hafa eitthvað farið á hestbak og riðið út. Hestamennska II er kennd á miðvikudögum frá klukkan 17:00 – 18:00
Hestamennska IV er hugsuð fyrir þau sem hafa áður farið á námskeið og eru orðin nokkuð vön.
Hestamennska IV er kennd á mánudögum frá kl. 18:00 – 19:00
Hestamennska VI er hugsuð fyrir þau sem hafa lokið öðrum Hestamennsku námskeiðum og eru mjög vön. Hestmanennska 6 er kennd frá kl. 19:00-20:00 á mánudögum
Verð á námskeið er: 29.500 kr. á einstakling
Skráningarfrestur er til miðnættis 20. janúar
Eins og vani er, er sá fyrirvari um að lágmarksfjöldi náist til að námskeið verði haldið!