Skráningarfrestur á keppnisnámskeið

Nú fer skráningarfrestur að renna út fyrir keppnisnámskeiðin sem hefjast nk. þriðjudag 28. febrúar og 1. mars!

Meginmarkmið að undirbúa knapa og hesta fyrir komandi keppnistímabil. Farið verður vel í ásetu og stjórnun knapa. Einnig lögð áhersla á að bæta hvern hest fyrir sig, sækja léttleika og góða svörun við ábendingum ásamt því að bæta gangtegundir. Bæði verður þjálfað inni og úti. Fyrripart vetrar inni og svo þegar líður á vorið verða líka æfingar úti á velli.

Kennari fyrir börn og unglina er Ragnhildur Haraldsdóttir sem er útskrifaður reiðkennari frá Hólum auk þess að hafa getið gott orð af sér í keppni og þjálfun.

Kennari fyrir ungmenni er Þórarinn Ragnarsson sem er einnig útskrifaður reiðkennari frá Hólum auk þess að hafa sigrað A-flokk á Landsmóti sem og vera gæðingaknapi ársins 2014.

Börn og unglingar verða á þriðjudögum og kennt verður á milli 17:00 og 21:00 í Samskipahöllinni í hólfi 3 en ungmenni verða á miðvikudögum og einnig kennt á milli 17:00 og 21:00 í Samskipahöllinni hólf 2.

Kennt verður í 8 vikur og má búast við því að annað námskeið verði sett á í kjölfarið.

Fræðslunefnd áskilur sér þann rétt að fella niður námskeiðið náist ekki lágmarksfjöldi.

Skráning fer fram á www.sportfengur.com og er skráningarfrestur til 26. febrúar.

Verð á einstakling er: 24.000 kr.

Scroll to Top