Skip to content

Skráning á áhugamannamótin opin.

Aðal styrktaraðili Áhugamannamóts Íslands er Ástund og Tommy Hilfilger

Allir keppendur á Áhugamannamóti Íslands og Tommy Hilfilger og Áhugamannamóti Spretts og bílabankans fá 20% afslátt af öllum vörum í Ástund fram að móti og meðan á mótinu stendur. Eina sem þarf að gera er að sýna fram á skráningu í Kappa „appinu“Nú styttist óðfluga í Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts. 21.-23.júlí á félagssvæði Spretts.

Þátttökurétt á Áhugamannamóti Íslands hafa allir sem náð hafa 22 ára aldri á keppnisárinu og hafa ekki keppt í meistaraflokki í íþróttakeppni á síðastliðnum 5 árum.

Keppt verður í 1.flokki. Hér keppa knapar með meiri keppnisreynslu.

Keppt veðrur í: Tölt T3, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Slaktaumatölt T4, Gæðingaskeið PP1, Fjórgangur V5, Tölt T7 einnig verður keppt í Gæðingakeppni, A og B flokki.

Aðal styrtkaraðili Áhugamannamóts Spretts er Bílabankinn

Áhugamannamót Spretts þar verður keppt í 2. og 3. flokki.

2. flokkur. Hér keppa knapar með minni keppnisreynslu .

Keppt verður í : Tölt T3, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Slaktaumatölt T4, Fjórgangur V5, Tölt T7.

3. flokkiur. Hér keppa knapar sem er byrjendur í keppni, fólk sem hefur td eingöngu keppt á vetrarleikum eða minni mótum.

Keppt verður í : Tölt T7 og Fjórgangur V5

Skráningu lýkur 15.júlí. Lágmarks skráning í hvern flokk er 5 keppendur.

Nefndin áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki verður verður næg þátttaka.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Allar fyrirspurnir og afskráningar fara fram í gegnum netfangið motanefnd@sprettarar.is