Ég er að læra sjúkraþjálfun fyrir hesta í Danmörku. í náminu er okkur m.a kennt nudd, höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og að losa/ rétta liði.
28. desember n.k. verð ég á Höfuðborgarsvæðinu og er með nokkra lausa tíma eftir.Tíminn kostar 4000 kr. �
Hesturinn þinn gæti haft gagn af nuddi ef:
• þér finnst hesturinn skakkur
• hesturinn þinn hefur orðið fyrir skaða; t.d fengið spark
• slasast við þjálfunn eða hefur verið vitlaust þjálfaður
• hesturinn er mikið missterkur í frumtamningu og/eða eftir mikla þjálfunn
• hesturinn sækir í að skekkja sig
• hestur hefur fest i girðingu
Eða einfaldlega dekur og tjékk fyrir veturinn ?
Meðferðin fer fram þannig að hesturinn er skoðaður á hreyfingu, vöðvar þreifaðir og athugað hvort að liðir séu læstir/takmarkaða hreyfigetu.�Unnið er með hestin eftir því hvað hentar best fyrir hann og eigandi fær upplýsingar hvað hann getur gert fyrir hestinn i framhaldi af því.
Skilyrði:
• hesturinn verður að vera eldri en 3 vetra
• æskilegt er að hestur hafi frí 24 klst eftir nudd
• Ekki er mælt með að leggja óvenjumikið álag á hest stuttu eftir nudd
Hægt er að panta tíma eða fá nánari upplýsingar um meðferðina í skilaboðum á fb eða í email: el*******@ho*****.com