Skip to content

Sjálfbærninefnd Spretts

Vilt þú taka þátt í Sjálfbærninefnd Spretts?

Viltu taka þátt í því að gera Sprett að  kolefnislausu/sjálfbæru hestamannafélagi?

 • Verkefni A: Nýting hrossaskíts félagsins til landgræðslu og skógræktar.   Í því felst:
 • Að leysa vandamál félagsins varðandi förgun á skít sem kostnaðarsamt er fyrir umhverfi og samfélag að farga og hvergi má vera.  Taka þarf saman punkta um:
  • Hvert er núverandi ástand?
  • Hvað er til ráða?
 • Nýta skítinn þess í stað til góðra verka sem stuðlar að landgræðslu, skógrækt og minnkar kolefnisfótspor.  Svara þarf spurningum um:
  • Hvert er kolefnisfótspor núverandi skítalosunar Spretts?
  • Hvernig nýtist skíturinn til uppgræðslu / skógræktar / kolefnisjöfnunar? Hvaða vísindi eru á bakvið það? Hvað þarf til þess að kolefnisjafna skítaframleiðsluna?
  • Hver er ávinningur sveitarfélaganna?  Hvað kostar þetta núna vs. framtíðarástand? Lægri kostnaður og/eða umhverfisvænni kostnaður?
  • Samstarf við skógræktarfélög? Geta skógræktarfélögin nýtt skítinn eða eitthvað af honum við sína skógrækt? Minnkað notkun tilbúins áburðar t.d.?
  • Þurfa félagsmenn að gera eitthvað til að skíturinn falli betur að umhverfiskröfum?  T.d. nota eða nota ekki tiltekinn undirburð?
  • Hvernig á að meðhöndla skítinn til að lágmarka umhverfisáhrif (metangasmyndun) og hámarka nýtingu til ræktunar.
 • Koma á laggirnar eigin kolefnisjöfnunarverkefni við landgræðslu og skógrækt á landsvæðum sem félagið fengi til afnota. Í því felst t.d.:
  • Vinna félagsmanna við landgræðslustörf, gróðursetningar, umhirðu svæða o.s.frv.
  • Samstarf við umhverfisdeildir sveitarfélaganna, skógræktarfélögin, Landgræðsluna o.s.frv. eftir því sem við á.
  •  Verkefni sem kolefnisjafnar bæði skítalosun og aðra starfsemi Spretts.
 • Verkefni B:  Græn skrefi í átt að sjálfbærni. Í því felst t.d.:
 • Verkefni A er hluti af verkefni B.
 • Taka græn skref t.d. í samræmi við https://graenskref.is/
 • Greina umhverfismengandi þætti starfsemi Spretts og reikna út heildar kolefnisfótspor starfseminnar.
 • Hafa skýra sjálfbærnistefnu, stuðla að því að allir félagsmenn séu upplýstir um hana og fari eftir henni.
 • Standa fyrir fræðslu til félagsmanna um umhverfistengd málefni sem varða málefni hestamannafélagsins, dýrahald o.s.frv.
 • Setja fram skýr og mælanleg markmið um hvernig eigi að auka sjálfbærni, draga úr kolefnisfótspor t.d. með verkefni A en líka með öðrum aðgerðum (endurvinna plast, draga úr rafmagnsnotkun með ledlýsingu o.s.frv. o.s.frv.).
 • Áhugavert í þessu er einnig að sjálfbærni snýst líka um félagslega þætti og samfélagsþátttöku t.d. er varða heilsu og vellíðan borgaranna. 
 • Áhugasamir sendi póst á sprettur@sprettarar.is