Skip to content

Samskipadeildin slaktaumatölt

Nú styttist óðfluga í næsta mót í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts, næst er það slaktaumatölt styrktaraðili mótsins er Útfarastofa Íslands.

Mótið fer fram 2.mars í Samskipahöllinni. Húsið opnar kl 17:30 og hefst keppni kl 19:00, við vonumst auðvitað til þess að sjá sem flesta á pöllunum.

Alendis verður með beina útsendingu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Mikil spenna er fyrir kvöldinu og eru fjölmargir hestar og knapar skráðir til leiks. Sigurvegararnir frá því í fyrra, Gustur frá Miðhúsum og Hermann Arason mæta galvaskir til leiks og verður gaman að sjá hvort þeir endurtaki leikinn.

Veitingaslan opnar kl 17:30 og á boðstólum verða heimagerðar fiskibollur með kartöflum, salati og lauksmjöri á 2500kr skammturinn, barinn verður að sjálfsögðu opin.

Hér er tengill á viðburðinn https://fb.me/e/5wgzdiXj7

Sjáumst hress á fimmtudaginn!!