Skip to content

Samskipadeildin, áhugamannadeild Spretts 2024

Nú styttist í að keppnistímabil Samskipadeildarinnar, áhugamannadeild Spretts 2024 hefjist. Við hefjum keppni fimmtudagskvöldið 22. febrúar þegar keppt verður í fjórgangi, styrktaraðili kvöldsins er Josera.

Við ætlum að hafa sama snið á deildinni og í fyrra, öll lið hafa möguleika á að tefla fram öllum 5 knöpum liðsins í öllum greinum, en áfram verður það þannig að árangur efstu þriggja knapa hvers liðs telja til stiga. Jafnframt verða B-úrstli, eins og í fyrra þá mun sigurvegari þeirra ekki færast upp í A-úrstli, þannig að efstu 12 knapar eftir forkeppni fara í úrslit.

13 lið eru skráð í deildina í vetur þar af 4 ný lið sem hafa skráð sig til leiks. Liðakynningar hefjast innan skamms.

Við hvetjum alla til þess að mæta á pallana í Samskipahöllinni og fylgjast með skemmtilegum mótum sem munu fara þar fram í vetur. Að vanda verður veitingasalan opin og geta bæði keppendur og áhorfendur sest niður og borðað saman fyrir hvert mót.

Alendis mun streyma beint frá deildinni í vetur líkt og áður.

Veturinn verður sannarlega spennandi í áhugamannadeildinni í vetur, hlökkum til að sjá ykkur í Samskipahöllini.

Hér er hlekkur á fyrsta viðburðinn á Facebook, Josera fjórgangurinn. https://fb.me/e/12HAYk3sU

Stjórn Áhugamannadeildar Spretts