Nú er vor í lofti og mikill hugur er í Spretturum að nýta rekstarhringi Spretts af miklum móð. Tveir hringir eru í boði og biðjum við alla notendur að fara með gát þegar rekið er.
Af gefnu tilefni þurfum við að minna á reglur um hvenær megi reka hross á gamla gæðingavellinum í Spretti.
Undanfarið hafa okkur borist margar kvartanir vegna óþæginda sem reiðmenn verða út af hlaupandi hrossum á hringnum. Því miður hefur borið á því að fólk hefur rekið utan leyfilegs tíma. Biðjum alla að virða þessa reglu.
Leyfilegt er að reka alla daga frá kl 6:00-12:00 og frá kl 20:00-23:00. Á gamla gæðingavellinum.
Stranglega bannað er að nota bílflautur eða annan hávaða þegar hrossin eru rekin.
Gæta skal varúðar gagnvart ríðandi umferð í kring þegar rekið er.
Stærri rekstrarhringur Spretts
Búið er að opna fyrir rekstarhring Spretts, þar er leyfilegt að reka frá kl 6:00-9:00 á morgnanna.
Af gefnu tilefni minnum við fólk á að bannað er að nota bílflautur fyrir neðan Fluguvelli, þar er rekið rétt fyrir neðan hesthúsin og geta bílflautur fælt hross sem eru á húsi.
Til þess að geta rekið verður fólk að skrá sig á ákveðnum tímium í exel skjali sem hægt er að nálgast á Facebook hóp sem heitir Rekstarhringur Spretts. Hvert hópur fær 45.mín úthlutað til þess að reka.
Stjórn og framkvæmdastjóri Spretts.