Skip to content

Reiðhallarlyklar

Nú eru Sprettarar byrjaðir að taka inn hesta og starfsemin að hefjast hjá okkur. Samhliða þessu hafa félagsmenn byrjað að virkja reiðhallarlyklana sína. Tekin hefur verið ákvörðun að breyta verðlagningu lyklanna. Ákveðið var að fella úr gildi atvinnumannalykil þar sem einungis afar fáir voru með þá áskrift og vilji til að einfalda og geta komið til móts við fleiri félagsmenn með aðgengi að höllunum. Nú verður lámarksáskrift á lykil 3 mánuðir.

Til þess að fá lykil eða láta virkja lykil þá er best að senda póst á [email protected]  með upplýsingum um nafn, kennitölu og hvaða áskrift/tímalengt verið er að panta. Allir notendur þurfa að vera skráðir fyrir sínum lykli, vera skráðir  og skuldlausir við  hestamannafélagið Sprett.

 Almennur reiðhallalykill er opinn virka daga frá klukkan 6:15 -8:30 og frá kl. 12-23:50 um helgar frá 6:15-23:50

Árs reiðhallarlykill verður opinn 6:15-23:50 alla daga.

Ekki er leyfilegt að þeir/þær sem eru saman í hesthúsi noti eingöngu einn lykil.

Verð fyrir lykla veturinn 2024-2025.

Lykill: 3 mánuðir 12.000kr

Lykill: 6 mánuðir 20.000kr

Árslykilll: 12 mánuðir 26.000kr