Ræktunarferð 22.-24.apríl 2016

Hrossarræktarfélag Spretts býður öllum áhugasömum, óháð búsetu og félögum að taka þátt í ræktunarferð 22.-24. apríl til Akureyrar. En um þá helgi verða Fákar og Fjör á föstudagskvöldi og Stóðhestaveisla Norðurlands á laugardagskvöldi.

Dagskrá:

1. Föstudagur 22.apríl kl 13. Brottför frá Samskipahöllinni (rútuferð)

2. Föstudagur 22.april kl 19 Fákar og Fjör sýning á Akureyri

3. Laugardagur 23.apríl: Heimsótt ræktunarbú kl . 11-17 – Hringsholt, Bjargir , Efri Rauðalækur, Hesthús á Akureyri

4. Laugardagur 23.apríl kl 20 Stóðhestaveisla Norðurlands sýning á Akureyri

5. Sunnudagur 24.apríl: Heimferð frá Akureyri kl. 10- Samskipahöllin ca kl 16.

Verð: Gisting með morgunnmat nálægt Akureyri 6.900 pr nótt. Rútukostnaður ræðst af fjölda þátttakenda, en reikna má með gjaldi á bilinu 10 – 15 þús. Allur akstur innifalin meðan á ferð stendur.

Skráning hjá: email: ha******@mi.is

Skráning óskast í síðasta lagi 10.apríl svo hægt sé að ganga frá staðfestingum við leigjendur húsnæðis og bifreiða.

Helgi skoðar heiminn
Scroll to Top