Skip to content

Ræktunardagur Hrossaræktardeildar Spretts 11.febr. 2023.

Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur hélt frábærann fyrirlestur um sögu landsmóta en einnig um  uppruna útgeislunar, fjallaði um fegurð í reið og hvaða ættfeður og mæður standa að hrossum sem skara framúr hvað þennan eiginleika varða. Mjög fróðleg erindi.

Í framhaldi af því var hann með forskoðun á kynbótahrossum. Mætt var með 26 hross, 24 hryssur og 2 graðhesta. Efstu 5 hryssur voru eftirfarandi í þessari forskoðun:

1.  Vök f. Efri-Brú  IS 2018288695   jörp. . Eig. Stapabyggð ehf   Einkunn 8,39

2.   Kolka f. Fornusöndum  IS2018284172  Brún   Eig: Finnbogi Geirsson Einkunn 8,38  

3.   Sól f. Ytri-Skógum IS2016284012. Rauð  Eig. Finnbogi Geirsson    Einkunn 8,19

4.   Vala f. Vindási  IS2019284981  rauðglófext  Eig: Auður Stefánsdóttir  Einkunn 8,18

5.    Sóldís f. Votumýri 2  IS2018287935  brún   Eig: Kolbrún Björnsdóttir og Gunnar Már Þórðarson Einkunn 8,08

Stóðhestar

1,    Gnarr f. Brautarholti     IS2018137638  rauðtvístjörnóttur   Eig: Sigurður Gunnar Markússon Einkunn  8,36

2.   Funi f. Bjarnanesi IS2019149201 brúnn Eig: Ríkharður Flemming Jenssen Einkunn: 7,91.