Ræktunardagur 2016

Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Spretts verður haldinn 13. febrúar næstkomandi. Forskoðun kynbótahrossa fer fram kl 08-12, fullbókað en áhorfendur velkomnir á pallana. Dr Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur og ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML heldur áhugaverðan fyrirlestur kl 12.30 um skyldleikarækt og ættfeður stofnsins. Hægt er að kaupa sér súpu í hádeginu.

Folaldasýning fellur niður vegna dræmrar þátttöku.

Frekari upplýsingar um daginn má sjá í fyrri frétt.

Mynd Dímon frá Hofsstöðum

Dimon hofsstodum
Scroll to Top