Skip to content

Opna Blue Lagoon mótaröðin – skráning í gæðingakeppni

Skráning er hafin á fjórða og síðasta mótið í Blue Lagoon mótaröð Spretts, Gæðingakeppni.

Mótið verður haldið föstudaginn 25.mars í Samskipahöllinni í Spretti og verða eftirfarandi flokkar í boði, riðið verður fullt program og einn og einn inn á í einu:
Barnaflokkur (10-13 ára)
Unglingaflokkur (14-17 ára)

Sex skráningar þarf í hvern flokk svo að boðið sé upp á hann. Blue Lagoon nefndin áskilur sér rétt á að sameina flokka ef ekki næst nægur fjöldi í einhverja flokka.

Keppendur sýna:
Barnaflokkur (Fet, tölt/brokk, stökk)
Unglingaflokkur (fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur)

Skráningin fer fram í gengum Sportfeng og eru skráningargjöld eftirfarandi:
2500 kr. fyrir barna- og unglingaflokk
1000 kr. fyrir pollaflokk

Skráning er opin til miðvikudagsins 23.mars.
Opnir tímar til að æfa sig verða á mánudaginn klukkan 21 -23 og á miðvikudaginn klukkan 13-15.

Einnig er keppni um stigahæsta knapa mótaraðarinnar gríðarlega spennandi en sex efstu knapar í hvoru flokki eru eftirfarandi:

Unglingaflokkur:
Glódís Líf Gunnarsdóttir 17
Guðný Dís Jónsdóttir 11
Hekla Rán Hannesdóttir 9
Sara Dís Snorradóttir 9
Sigrún Helga Halldórsdóttir 7
Guðmar Hólm Ísólfsson 6

Barnaflokkur:
Gabríel Liljendahl Friðfinnsson 18
Þórhildur Helgadóttir 13
Róbert Darri Edwardsson 9
Apríl Björk Þórisdóttir 8
Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir 8
Elísabet Líf Sigvaldadóttir 6

Vonumst til að sjá sem flesta í Samskipahöllinni laugardaginn 25.mars, tilvalið tækifæri til að æfa sig fyrir Landsmót.

-Blue Lagoon nefndin