Opið íþróttamót Spretts verður haldið á Samskipavellinum dagana 21-22. maí. Ef skráning verður mikil gæti mótið hafist degi fyrr. Skráning hefst 3. maí og stendur til miðnættis þriðjudaginn 17. maí. Skráningin fer fram í gegnum Sportfeng. ATH Senda ÞARF staðfestingarpóst á sk******@sp********.is.
Mótanefnd Spretts áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka. Lög og reglur um eftir farandi flokka má finna inn á http://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/2016/lh_logogreglur_2016_1.pdf
Dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka og keppnisgreinar:
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T7
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Tölt T7
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið
2. Flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Tölt T7 – Gæðingaskeið
1. Flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið
Meistaraflokkur: Fjórgangur V1 – Fimmgangur F1 – Tölt T1 – Tölt T2 – Gæðingaskeið
Kappskeiðreiðar: 100m skeið
*Athugið T4 skráist sem T2 í sportfeng nema í meistaraflokki*
Skráningargjöld eru eftirfarandi:
Barnaflokkur og Unglingaflokkur: 3.500 kr
Ungmennaflokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og Meistaraflokkur: 5.000 kr
Gæðingaskeið: 4.500 kr
100m skeið: 3.000 kr