Opið Þrígangsmót Spretts og 20 & sjö Mathús og Bar verður haldið í Samskipahöllinni föstudagskvöldið 17.mars næstkomandi.
Keppt verður í fjórgangs-þrígangi, tölt, brokk og stökk, og fimmgangs-þrígangi, tölt brokk og skeið.
Eftirfarandir flokkar verða í boði í fjórgangs-þrígangi
17 ára og yngri, meira og minna vanir
1.flokkur, 2.flokkur og 3.flokkur
Í fimmgangs-þrígangi verður einn flokkur í boði.
Skráning opnar 9.mars fer fram í gegnum Sportfeng og lýkur þriðjudaginn 14.mars
Skráningargjald er 4000kr í hverja grein.
Hvetjum sem flesta til að skrá sig á þetta skemmtilega mót.
Veitingasalan verður opin í veislusalnum og barinn verður opinn.
Dagskrá og ráslistar verða birtir miðvikudaginn 15.mars.
https://www.facebook.com/events/606075197608557/?ref=newsfeed