Kæru Sprettarar!
Nú er komið að tímamótum með vefumhverfi félagsins. Í nótt opnaði nýtt vefumhverfi fyrir félagið sem sameinar tvær gamlar vefsíður.
Nýja síðan heldur utan um fréttasögu Spretts frá stofnun félagsins og sameinar sprettarar.is og sprettur.is í eina vefsíðu en þessar tvær síður hafa valdið óþarfa misskilningi í gegnum tíðina.
Nýja síðan er með nokkrum nýjungum svo sem viðburðardagatal og reiðhallardagatal á forsíðu. Á forsíðu birtast allar fréttir en fréttir um námskeið eru einnig aðgengilegar undir námskeiðsflipanum efst.
Einnig er nýr flipi sem heitir „bókanir og beiðnir“ en þar er að finna form fyrir flestar þær beiðnir sem berast skrifstofu Spretts svo sem ósk um reiðhallarlykil, bókun á reiðhöll, gerast félagsmaður sem og sækja um viðrunarhólf.
Það er þannig að þegar nýtt vefumhverfi lítur dagsins ljós þá geta leynst villur eða hlutir sem mættu vera öðruvísi eða betri. Því langar okkur að biðja um að senda ábendingar um umbætur á okkur með tölvupósti, ve*******@sp******.is.
Gaman að segja frá því að myndirnar á vefnum eru eftir Önnu Guðmundsdóttur Sprettara og ljósmyndara.
Til hamingju með nýja vefinn kæru félagar.
Stjórn og starfsfólk Spretts