Nefndarkvöld Spretts

Nefndarkvöld Spretts verður haldið föstudaginn 14. nóvember nk. kl. 19:30 í veislusal reiðhallarinnar.

Eins og á síðasta ári er þeim félagsmönnum boðið sem hafa starfað vel fyrir félagið á sl. ári með setu í

nefndum og þátttöku sem sjálfboðaliðar í tengslum við mótahald félagsins o.fl.

Sendur hefur verið póstur á alla formenn nefnda félagsins sem framsent hafa á þá einstaklinga sem

starfað hafa í nefndunum eða með þeim .

Allir félagsmenn sem hafa starfað fyrir félagið á sl. ári en einhverra hluta vegna hafa ekki fengið póst

nú þegar, eru beðnir að senda póst á netfangið br**********@gm***.com . Brynja heldur utan um

boðslistann fyrir nefndarkvöldið.

Scroll to Top