Nefndarkvöld Spretts verður haldið föstudaginn 30 október n.k. og hefst skemmtunin kl. 19:00. Nefndarkvöld eru haldin árlega til að þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem starfa fyrir félagið.
Árið í ár hefur verið stórt hjá okkur í Spretti og fjöldinn allur af frábærum Spretturum sem hafa komið að því mikla félagsstarfi sem í félaginu er. Nefndarformenn starfandi nefnda eru beðnir að senda lista yfir þá sem hafa unnið með nefndunum og senda til ri****@sp********.is
Til að tryggja að allir sem hafa unnið með okkur í ár fagni góðum árangri með okkur þá biðjum við fólk að senda upplýsingar á ri****@sp********.is til að komast á boðslistann.
Aldurstakmark er 18 ára.