Þrautabrautar – og leikjadagur ungra Sprettara fór fram laugardaginn 20.apríl síðastliðinn. Þátttaka var mjög góð og tæplega 50 ungir Sprettarar mættu til leiks. Dagurinn byrjaði á þrautarbrautarkeppni þar sem knapar riðu í gegnum braut og leystu ýmis verkefni og þrautir. Skipt var í hópa eftir aldri og þegar allir hópar höfðu lokið keppni var boðið til grillveislu og blásið í hoppukastala við mikinn fögnuð ungra Sprettara. Hressandi og skemmtilegur dagur sem án efa verður endurtekinn Fleiri myndir má sjá á fb síðu hestamannafélagsins Spretts.