Miðasala hafin á Allra sterkustu!

Miðsalan hófst með látum í gær og ljóst er að mikil spenna er fyrir laugardagskvöldinu í Sprettshöllinni, Kópavogi. Miðar fást í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi. Miðinn kostar kr. 3.500.

Viðburðurinn verður núna á laugardaginn, 4. apríl í Sprettshöllinni. Húsið opnar kl. 18:30.

Tilboð í miðasölu eru þessi:

· 1 aðgöngumiði + 1 happdrættismiði = 4.000 kr.

· 6 happdrættismiðar = 4.000 kr.

Happdrættisvinningarnir eru glæsilegir og þakkar landsliðsnefnd þeim er leggja til vinningana kærlega fyrir veglega þátttöku í verkefnum landsliðsins.

1. Vinningur – Ölnir frá Akranesi Gefandi Margrétarhof. Sigurvegari í 5 vetra flokki á landsmóti 2014.

2. Vinningur – Eldur frá Torfunesi. Gefandi Anna Fjóla Gísladóttir. Aðaleinkunn 8.60 þriðja sæti í 5 vetra flokki á landmóti 2012.

3. Vinningur – Stormur frá Herríðarhóli. Gefandi Ólafur Arnar Jónsson. Sigurvegari í tölti á landsmóti 2014, Íslandsmeistari í tölti.

4. Vinningur – Topreiter hnakkur. Gefandi Topreiter.

5. Vinningur – ferðavinningur. Gefandi Úrval útsýn

Einnig viljum við minna á STÓÐHESTAVELTUNA. LANG STÆRSTA STÓÐHESTAVELTA SEM HALDIN HEFUR VERIÐ Á FOLATOLLUM – ALLIR HAGNAST! 100 FOLATOLLAR UNDIR HEIÐURSVERÐLAUNA, FYRSTU VERÐLAUNA OG STÓREFNILEGA UNGHESTA VERÐA Í POTTINUM. ENGIN NÚLL – AÐEINS KR. 25.000 HVER TOLLUR.

Rétt er að benda á að vert er að tryggja sér miða hið fyrsta þar sem oftar en ekki hefur selst upp á þennan magnaða viðburð!

Sjáumst í Sprettshöllinni næstkomandi laugardag!

Landsliðsnefnd LH
large allra-sterkustu
Scroll to Top