Þeirri skemmtilegu hefð að hestamenn á höfuðborgarsvæðinu fari um miðbæinn í sumarbyrjun og sýni gestum og gangandi fallegu fákana sína verður viðhaldið í sumar. Reiðin var áætluð 28. maí en frestast vegna framkvæmda efst á Skólavörðuholtinu. Ný tímasetning er ekki komin á hreint en upplýsingar um nýja tímasetningu verður birt von bráðar. Vonumst til að þeir Sprettarar sem búnir voru að skrá sig í reiðina komist á nýju dagsetningunni.