Metamótið framundan

Metamótið sívinsæla verður haldið á Kjóavöllum 4.-6.september.

Keppt verður í eftirfarandi greinum: A-flokkur, A-flokkur áhugamanna, B-flokkur, B-flokkur áhugamanna, Tölt T3 opinn flokkur, forstjóratölt, 100m fljúgandi ljósaskeið, 150m skeið, 250m skeið, Rökkurbrokk og 250m kappreiðastökk. Peningaverðlaun verða að venju í öllum kappreiðagreinum mótsins.

Að þessu sinni hefur verið ákveðið að nýta frábæra reiðhöll Sprettara á laugardagskvöldi, þar sem verður kvöldvaka með ýmsum frábærum atriðum. Þar verður keppt í Rökkurbrokki í gegnum höllina, forstjóratölti sem og riðin verða úrslit í töltkeppninni. Uppboðið á úrslitasætunum verður að sjálfsögðu á sínum stað.

Taktu helgina frá og ekki missa af skemmtilegasta móti ársins! Skráning verður nánar auglýst síðar.

ljosaskeid
Scroll to Top