Hið stórskemmtilega Metamót Spretts fer fram á Samskipavellinum 1.-3. september.
Á mótinu verður boðið upp á opinn flokk og áhugamannaflokk.
Keppt verður í A- og B-flokki gæðinga á beinni braut(ekki sýnt fet og stökk).
Boðið verður uppá Gæðingatölt í opnum flokki og áhugamannaflokki.
Einnig verður boðið upp á keppni í tölti T3, 1.flokki og 2.flokki.
Fyrirtækjatöltið verður á sínum stað.
Að sjálfsögðu verða skeiðkappreiðar að venju og keppt verður í 100m fljúgandi ljósaskeiði, 150m skeiði og 250m skeiði.
Aldurstakmark er í keppni á mótinu og miðast þátttökuréttur við ungmennaflokk.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng, skráning verður opin til og með 27.ágúst.
Hlökkum til að sjá sem flesta á síðasta móti sumarsins.
Nefndin