Skip to content

Merktir jakkar fyrir unga Sprettara

Æskulýðsnefnd í samráði við yngri flokka ráð Spretts ætla að bjóða öllum ungum Spretturum að kaupa sérmerktan TopReiter vindjakka.

Jakkinn verður merktur með nafni, Spretti ásamt nokkrum styrktaraðilum. Við nýtum því tækifærið hér með og auglýsum eftir styrktaraðilum sem vilja styrkja unga Sprettara! Áhugasamir sendi póst á aeskulydsnefnd@sprettarar.is 🙂

Jakkarnir eru léttir, flottir og þægilegir og ættu að nýtast vel allt árið um kring þar sem þeir eru örlítið þykkari en hefðbundnir vindjakkar. Jakkinn er vatnsheldur að 20.000mm, einnig saumarnir. Efni sem teygist á 4 vegu. Endurskinsmerkingar, vasar með rennilás, hetta o.m.fl. Jakkinn kostar 32.990kr út úr búð en við stefnum á því að niðurgreiða jakkann töluvert og bjóða ungum Spretturum jakkann á ca. 15-17þús.

Hægt verður að máta jakkana í sjoppunni við íþróttavöllinn eftirtalda daga og tímasetningar;

– fimmtudagur kl.18-20

– föstudagur kl.18-20

– laugardagur kl. 12-14

Einnig er hægt að senda póst á aeskulydsnefnd@sprettarar.is og óska eftir mátun eða nánari upplýsingum. Hér fyrir neðan má sjá myndir af jakkanum.

Einnig er hægt að senda póst á aeskulydsnefnd@sprettarar.is og óska eftir mátun eða nánari upplýsingum. Hér fyrir neðan má sjá myndir af jakkanum.