Skip to content

Matseðill kvöldsins

Matseðill 22 feb

  • Kimchi marineruð Kjúklinglæri
  • Ofnbakaðar sætar kartöflur
  • Villisveppasósa
  • Blandað salat með dukkah
  • Blómkál með sítrónusósu og granateplum
  • Brokkolí með sólblómafræjum og hvítlauksmajó
  • Hrásalat

SIGURJÓN BRAGI GEIRSSON

Matreiðslumeistari og yfirkokkur hjá Flóra Veisluþjónusta

Sigurjón Bragi Geirsson lærði kokkinn á Hótel Borg frá árunum 2007 – 2010. Hann hefur starfað sem yfirkokkur á ýmsum veitingastöðum landsins ásamt því að vera virkur í matreiðslukeppnum bæði hér á landi og erlendis. Frá 2017 – 2020 keppti Sigurjón með kokkalandsliðinu fyrir Íslands hönd en árið 2020 tók hann við sem þjálfari liðsins. Þá keppti liðið á Ólympíuleikum í Stuttgart þar sem íslenska liðið endaði í 3 sæti, sem er besti árangur kokkalandsliðsins hingað til.

Í einstaklings keppnum hefur Sigurjón Bragi einnig skarað fram úr, en árið 2019 sigraði hann keppnina kokkur ársins á Íslandi. Eftir það lá svo leið hans í Bocuse d‘or, sem er ein virtasta heimsmeistarakeppni í matreiðslu allra tíma og talin af mörgum erfiðasta og stærsta keppni sem hægt er að taka þátt í. Árangur Sigurjóns var glæsilegur þar sem hann endaði í 5. sæti í Evrópu forkeppninni og í 8. sæti í aðalkeppninni í Lyon 2023.