Skip to content

Losun taðkara

Nú er kominn sá tími þar sem margir sleppa hestunum sínum í sumarhagana. Félagið mun áfram bjóða uppá losun taðkara hjá þeim sem nýta sér þá þjónustu og verða með hross áfram á húsi. Þeir sem ekki ætla að nýta sér þjónustuna í sumar og/eða haust verða að láta vita og segja upp þjónustunni með því að senda tölvupóst á [email protected]. Leigugjald verður rukkað þangað til tilkynning kemur um að áframhaldandi þjónustu sé ekki óskað. Tilkynning þarf að berast fyrir mánaðarmót en rukkun fyrir losun kara er send í lok hvers mánaðar.