Skip to content

Losun á hrossataði bönnuð

Í gær barst stjórn Spretts erindi frá heilbrigðiseftirliti Kópavogs og Garðabæjar þess efnis að stöðva þurfi alla förgun á hrossataði á félagssvæði Spretts. Stjórn fór á fund út af málinu í hádeginu í dag með heilbrigðiseftirlitinu sem og fulltrúum Kópavogs- og Garðabæjar. Niðurstaða fundarins er að stöðva þurfi alla förgun á hestaskít á svæði félagsins. 

Stjórn mun funda með Garðabæ og Kópavogi í kjölfari af fundinum í dag og reyna að finna lausn á þeim vanda sem upp er kominn bæði er varðar framtíðarlausn sem og hvernig lágmarka má áhættu af því taði sem nú þegar hefur verið fargað á félagssvæðinu.