Skip to content

Lilja í leyfi

Kæru félagsmenn,

Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Spretts hefur farið í leyfi frá störfum vegna persónulegra mála. Stjórn biðlar til félagsmanna að veita Lilju svigrúm í leyfinu. Tölvupóstar sem hafa verið að berast Lilju á [email protected] verða áframsendir á Stjórn félagsins, á netfangið [email protected].

Símtöl sem berast í síma Lilju, 620-4500 verður reynt að svara eftir bestu getu af stjórn. Hvetjum félagsmenn til að senda allar fyrirspurnir á tölvupósti á stjórn, [email protected], en þar er einnig hægt að óska eftir símtali.

Í fjarveru Lilju stendur stjórn félagsins vaktina. Viljum rétt minna á að stjórn Spretts starfar í sjálfboðastarfi eins og aðrar nefndir og allir stjórnarmenn eru í fullu starfi á daginn. Stjórn mun reyna sitt allra besta að sinna erindum en vonandi getum við félagsmenn hjálpast að við að leysa málin í sameiningu.

Við hlökkum til að fá hana til baka.

Kveðja Stjórnin