Þá er komið að því að kynna næstu þrjú lið sem munu taka þátt í Áhugamannadeild Spretts sem hefst fimmtudaginn 16. febrúar. Þetta er fjórða og síðasta kynningin á liðunum sem taka þátt í áhugamannadeildinni í ár.
Dagskrá vetrarins er eftirfarandi:
Fimmtudagur 16.febrúar: Fjórgangur
Fimmtudagur 2.mars: Slaktaumatölt
Föstudagur 24.mars: Fimmgangur
Föstudagur 31.mars: Tölt
Laugardagur 1.apríl: Gæðingaskeið
Í þessari lokakynningu kynnum við lið Garðars og Guðlaugar fasteingasala, lið Stjörnublikk og lið Sveitarinnar.
Lið Garðas og Guðlaugar fasteingasala
Liðið er samsett af fimm Spretturum sem eiga það sameiginlegt að elska allt sem tengist hestum. Okkar markmið í deildinni er að hafa gaman og gera okkar besta.
Liðsmenn eru:
Valdimar Ómarsson
Aldur: 40 ára
Hestamannafélag: Sprettur
Starf: Uppfinningamaður
Hrafnhildur Blöndahl
Aldur: 35 ára
Hestamannafélag: Sprettur
Starf: Förðunarfræðingur
Guðlaug Jóna Matthíasdóttir
Aldur: 31 árs
Hestamannafélag: Sprettur
Starf: Fasteignasali
Brynja Pála Bjarnadóttir
Aldur: 21 árs
Hestamannafélag: Sprettur
Starf: Hjúkrunarfræðinemi
Garðar Hólm
Aldur: 43 ára
Hestamannafélag: Sprettur
Starf: Fasteignasali
Þjálfari er Hrefna María Ómarsdóttir, hestamannafélaginu Fáki.
Lið Stjörnublikk
Samheldið og skemmtilegt lið og mikill metnaður í að gera eins vel og við mögulega getum.
Liðsmenn eru:
Elín Hrönn Sigurðardóttir
Aldur: 35 ára
Hestamannafélag: Geysir
Starf: starfsmaður á leikskóla
Katrín Ó. Sigurðardóttir
Aldur: 49 ára
Hestamannafélag: Geysir
Starf: Ferðaþjónustubóndi
Sanne Van Hezel
Aldur: 32 ára
Hestamannafélag: Sindri
Starf: Starfar við hestaleigu og hestaferðir
Sigurður Halldórsson
Aldur: 41 árs
Hestamannafélag: Sprettur
Starf: Framkvæmdastjóri vōruþróunar hjá Baader Íslandi
Þorvarður Friðbjōrnsson
Aldur: 57 ára
Hestamannafélag: Fákur
Starf: Smiður
Þjálfari er Davíð Jónsson, hestamannafélagið Geysir
Lið Sveitin
Sveitin dregur nafn sitt bæði af því að meðlimir hennar stunda hestamennsku víðsvegar í uppsveitum landsins en líka vegna einlægs áhuga þeirra og aðdáunar á íslenskum sveitum og ekki síst á íslenska hestinum. Með þátttöku í áhugamannadeildinni vilja meðlimir Sveitarinnar setja sér háleit markmið í reiðmennsku. Markmið þeirra er þó einkum og aðallega að hafa gaman og að njóta einstakra hæfileika íslenska hestsins. Lið Sveitarinnar er styrkt af fyrirtækinu Kjálkaskurðlæknum.
Liðsmenn eru:
Guðmundur Ásgeir Björnsson
Aldur: 60 ára
Hestamannafélag: Fákur
Starf: Kjálkaskurðlæknir
Gréta V. Guðmundsdóttir
Aldur: 57 ára
Hestamannafélag: Sprettur
Starf: Hönnuður og bóndi
María Júlía Rúnarsdóttir
Aldur: 47 ára
Hestamannafélag: Sörli
Starf: Lögfræðingur og liðstjóri
Ólafur F. Gunnarsson
Aldur: 59 ára
Hestamannafélag: Jökull
Starf: Frístundarbóndi
Sólveig Þórarinsdóttir
Aldur: 58 ára
Hestamannafélag: Fákur
Starf: Tannlæknir
Þjálfari er Snorri Dal, hestamannafélaginu Sörla