Skip to content

Landsþing LH að baki

Landsþing LH var um haldið um helgina og við Sprettarar áttum 23 þingfulltrúa þar. Einsog áður hefur komið fram fengu 2 Sprettarar Hulda G. Geirsdóttir og Linda B. Gunnlaugdóttir gullmerki LH fyrir störf sín í þágu hestamennskunnar.

Pétur Örn Sverrisson, varaformaður okkar, stýrði Allsherjarnefnd og Halldór Halldórsson Ferða og samgöngunefnd á þinginu. Var gerður góður rómur að þeirra stöfum enda skeleggir menn þar.

Dagskráin var þéttsetin og mörg mál lágu fyrir þinginu mistímafrek einsog oft er. Mikið var um lagabreytingar og keppnismálin taka ávallt mikinn tíma. Það var ánægjulegt að sjá skýrslu um landsmótið á Hellu LM22 sl sumar hversu vel tókst til og góður hagnaður af því móti. Það sýnir okkur Spretturum að hægt er að ná góðri útkomu af LM24 hjá okkur ef við vöndum vel til verka.

Talsverð endurnýjun var í stjórn og varastjórn LH en okkur Spretturum þótti miður að enginn félaga okkar var í framboði. Sprettarinn Gréta V. Guðmundsdóttir sem hefur setið í stjórn LH sl 2 ár hætti við framboð á síðustu stundu þannig að framboðsfrestur var runninn út þegar við fengum vitneskju um það. Við þökkum Grétu kærlega fyrir hennar góðu störf í stjórn LH.

Þakka ber þingfulltrúum okkar kærlega fyrir góða fundarsetu og störf á þinginu. Sérstaklega framkvæmdastjóra okkar Lilju Sig fyrir gott utanumhald á Sprettshópnum.

Kv. Sverrir