Skip to content

Landsmót 2024

Undirbúningur fyrir Landsmót 2024 er í fullum gangi.
Dagana 1.-7.júlí 2024 verður Landsmót hestamanna haldið á félagssvæði Spretts í Garðabæ og Kópavogi.
Landsmót hestamanna 2024 verður tuttugasta og fimmta Landsmótið í röðinni frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum 1950.
Mótið hefur ávallt verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.
Landsmót hafa vaxið að umfangi jafnt og þétt í áranna rás, sérstaklega keppnishlutinn. Kynbótahrossin eiga líka alltaf stóran sess á Landsmóti.

Við í Spretti hlökkum til að taka á móti hestum og mönnum sumarið 2024.
Miðasala verður auglýst innan skamms.

Fréttir um Landsmót verður hægt að finna inn á https://www.landsmot.is/is

Hmf Sprettur.