Kvennareið í Fák

Konurnar í Spretti ætla að ríða yfir í Fák saman föstudaginn 29. apríl, mæting 18:30 við Samskipahöllina og hitað upp með Bailys áður en lagt er af stað. Sprettskonur leggja af stað úr Spretti kl 18:45 og ríða lengri leiðina kringum Elliðavatn. Tekið verður á móti okkur í félagsheimili Fáks með Mexíkanskri kjúklingasúpu, nýbökuðu brauði og söng.

Vinsamlegast skráið ykkur til leiks með því að senda skilaboð á Grétu Boða símanr. 894-6555 eða með því að melda ykkur í gegnum Facebook viðburðinn (sjá hlekk) fyrir fimmtudaginn 28. apríl.

Kvennadeildin

sprettskonurífak
Scroll to Top