Skip to content

Knapaþjálfun með Bergrúnu

Knapaþjálfun með Bergrúnu!

Hestamennska getur verið krefjandi líkamlega og ef ekki er hugað að réttri líkamsbeitingu er hætt við að ending okkar í faginu verði ekki löng. Jafnvægi, styrkur og þol eru mikilvægir þættir og geta stuðlað að miklum framförum í reiðmennsku, knapar í góðu formi

líkamlega og andlega koma alltaf til með að standa betur að vígi en þeir sem ekki búa yfir sömu eiginleikum.

Bergrún Ingólfsdóttir er reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera Einkaþjálfari frá ÍAK. Hún hefur kennt Knapaþjálfun við Háskólann á Hólum í fjögur ár og var einmitt hluti af því teymi sem sá um að þróa áfangann. Síðastliðinn vetur fór hún af stað með námskeiðið í formi helgarnámskeiðs og fékk mjög góðar viðtökur.

Með Knapaþjálfun leggur hún áherslu á líkamsbeitingu knapans með og án hests. Aðstoðar viðkomandi við að finna sína styrkleika og bæta veikleika sem kunna að hafa áhrif á reiðmennsku viðkomandi. Hún horfir mikið til líkamsstöðu, samhæfingar og hvernig hægt er að bæta sig á hestbaki einfaldlega með því að vera meira meðvitaður um hvað má betur fara.

Helgarnámskeiðin er hugsuð þannig að nemandinn fái sem flest “verkfæri” til að bæta líkamsbeitingu sína, bæði á hestbaki en líka í gegnum æfingar/ æfingatækni sem hægt er að nota heima og/eða í ræktinni.

Námskeiðið er sett þannig upp að það byrjar á fyrirlestri, sem er um klukkustundar langur á föstudagskvöldi. Þar fer hún yfir áherslur sínar í kennslu Knapaþjálfunar, hverju ber að huga að þegar bæta á líkamsstöðu sína á hestbaki, orsakir og afleiðingar vissrar líkamsbeitingar og hvernig við gerum varanlegar breytingar.

Hver knapi fer í svokallaða líkamsstöðugreiningu þar sem viðkomandi er skoðaður án hests, einnig á föstudagskvöldi. Horft er í líkamsstöðu, vöðvasamræmi knapa, hreyfifærni liða og annað sem getur mögulega haft áhrif á ásetu knapa og líkamsstöðu dags daglega.

Þessu eru svo hvoru tveggja fylgt eftir með tveimur reiðtímum – einkatímum, sem er hvor fyrir sig um 40mín., kenndir á laugardegi og sunnudegi. Þar sem áherslan er líkamsbeitingu knapans og stjórn hans á hestinum.

Að auki er einn laufléttur æfingartími, ca 45 mín., á sunnudagsmorgni, þar sem farið er í styrktarþjálfun og teygjur sem eiga erindi við alla knapa. Farið í æfingatækni sem getur nýst viðkomandi í ræktinni eða við hreyfingu dags daglega.

Fjöldi nemenda á einu námskeiði miðast við 8-10 knapa. Námskeiðið hentar öllum knöpum, allt frá byrjendum til afreksknapa.

Verð fyrir fullorðna er 31.000kr.

Ungir sem aldnir eru hvattir til að skrá sig, verð fyrir knapa í yngri flokkum er 26.000kr. Best er að hafa samband við [email protected] til að bóka tíma og greiða fyrir námskeiðið.

Skráning er opin og fer fram á sportabler. Beinn hlekkur á skráningu hér: https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzQ4NDQ=