Keppnisnámskeið II – lengri útgáfa

Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna á keppni á íþrótta- og gæðingamóti sem og Landsmóti 2022.

Nemendur þurfa að hafa kláran keppnishest og hafa það að markmiði að stefna á stórmót.

Námskeiðið hefst 21.febrúar og nær fram að Landsmóti.

Kennt verður á mánudögum. Kennsla mun fara fram inni í reiðhöll sem og úti á keppnisvelli.

Kennt verður í hópatímum, paratímum og einkatímum. Auk verklegrar kennslu verða haldnir fyrirlestrar með dýralækni, fóðurfræðingi og íþróttasálfræðingi.

Einnig verður farið í skoðunarferð á mótssvæðið á Hellu.

Kennarar verða Friðdóra Friðriksdóttir og Sindri Sigurðsson, reiðkennarar frá Hólum og gæðingadómarar.

Þeim til aðstoðar verður Þórdís Gylfadóttir.

Verð á námskeiðinu er 70.000kr og er hægt að nýta frístundastyrkinn.

Skráning fer fram í gegnum nýtt forrit, Sportabler.

Hér er hlekkur á skráninguna;

https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NzQ3OQ==?

 

 

Scroll to Top