Kennslusýning Hólanema og Gæðingafimi Hrímnis á morgun, 29. apríl. Dagskrá og ráslistar.
Reiðkennaraefni Hólaskóla bjóða upp á sýnikennslu í Samskipahöllinni á morgun þann 29. apríl kl. 10. Ekki láta þetta tækifæri fram hjá ykkur fara! Fjallað verður um gæðingafimi og þau hafa unnið að því hvernig hægt sé að þróa keppnisgreinina til að stuðla að hinn íslenski gæðingur njóti sín sem best. Stefnan er að gera gæðingafimina keppnisvænni fyrir yngri flokka, áhugamenn og meistaraflokk. Sýningin mun auka skilning áhorfenda um hvað við viljum sjá í gæðingafimi og hvernig er hægt að setja upp sýningu.
Í framhaldinu mun fara fram keppni í gæðingafimi þar sem bæði ungir og efnilegir og reyndir knapar etja kappi þar sem hart verður barist um vegleg verðlaun. Sterkir knapar og hestar hafa staðfest komu sína og má meðal annars nefna glæsiparið Gísla Gíslason og Trymbil frá Stóra-Ási og er mikil spenna að sjá hvað þeir hafa fram að færa!
Dagskrá
Kl. 10:00 – 12:00 Kennslusýning um gæðingafimi
Kl. 12:00 – 13:00 Hádegishlé – veitingar seldar í Samskipahöllinni
Kl. 13:00 – 15:00 Gæðingafimi Hrímnis
Ráslistar
Ungir og efnilegir knapar sem keppa á 2. stigi:
1. Védís Huld Sigurðardóttir – Baldvin frá Stangarholti
2. Glódís Rún Sigurðardóttir – Dáð frá Jaðri
3. Sigrún Rós Helgadóttir – Halla frá Kverná
4. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir – Glanni frá Hofi
3. stig:
1. Freyja Amble Gísladóttir – Álfastjarna frá Syðri – Gegnishólum
2. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir – Óskar frá Breiðstöðum
3. Sigvaldi Lárus Guðmundsson – Tromma frá Skógskoti
4. Brynja Amble Gísladóttir – Goði frá Ketilsstöðum
5. Kristín Lárusdóttir – Aðgát frá Víðivöllum-fremri
6. Gísli Gíslason – Trymbill frá Stóra-Ási