Nú er Samskipadeildina að fara af stað, fyrsta mót vetrarins verður nk fimmtudag og er mikil tilhlökkun fyrir mótaröðinni. Fyrsta æfingatímahelgin er að baki og eru keppendur í óða önn að skrá sig til leiks. Líkt og í fyrra þá mega allir liðsmenn keppa í hverri grein og verður gaman að sjá hverjir mæta í braut á fimmtudaginn á Josera fjórganginn.
Josera verður með sölubás í veilsusalnum þar sem ýmsar vörur verða á boðstólum.
Mótið hefst kl 19:00. Hægt verður að koma inn með hross og sýna þeim völlinn kl 18:00
Veitingasalan verður á sýnum í stað og opnar salurinn kl 17:30. Kjörið fyrir keppendur og aðstandendur þeirra að koma við og snæða köldmat saman fyrir mótið.
Við hvetjum hestafólk til þess að mæta í sætin í Samskipahöllinn og fylgjast með skemmtilegri keppni.
Alendis verður með beint streymi frá mótinu eins og áður.