Skip to content

Jólagaman ungra Sprettara

Föstudaginn 27.desember verður haldið „Jólagaman ungra Sprettara“. Gleðin hefst kl.11:00 og verður haldin í Samskipahöllinni. Skráning fer fram á staðnum kl.10:30-11:00.

Fyrri liðurinn á jólagleðinni verður keppni í „hobby horsing“ þar sem hver keppandi mætir með sinn prikhest/kúst og fer í gegnum hindranabraut. Þátttakendur eru hvattir til að mæta með skreytta „kústhesta“ og verða veitt verðlaun fyrir „fallegasta kústhestinn“ ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir efstu 3 keppendurna í hindranabrautinni.

Seinni liðurinn á jólagleðinni verður liðakeppni þar sem keppt verður í ýmsum þrautum. 3-4 einstaklingar mynda lið og keppt verður í ýmsum þrautum, s.s. hjólböruakstri, kapphlaupi og pokahoppi. Liðin þurfa að skrá sig á staðnum milli kl.11:45-12:00. 

Það er um að gera að hafa liðin sem mest blönduð af ungum og eldri (fullorðnum er velkomið að vera með). 

Hlökkum til að sjá sem flesta föstudaginn 27.desember, hafa gaman og hlæja saman!