Jólaball Spretts, Fáks, Sóta, Harðar og Sörla

Sprettur ásamt hestamannafélögunum Fáki,Herði, Sóta og Sörla ætla að halda jólaball í veislusal Spretts í Samskipahöllinni 27. desember kl. 14 -16.
Skemmtilegt jólaball í vændum þar sem dansað verður í kringum jólatré, jólasveinar með góðgæti í poka og meðlimir í brokkkórnum mæta á svæðið og halda uppi stemningu og söng.

Allir hjartanlega velkomnir og vonumst til að sjá sem flesta.

Scroll to Top