Skip to content

Járninganámskeið

Boðið verður upp á járninganámskeið helgina 16.-18.febrúar í Samskipahöllinni. Kennarar eru Sigurgeir Jóhannson og Carro Aldén.

Bóklegur tími og sýnikennsla á föstudegi. Verklegir tímar laugardag og sunnudag. Nemendur mæta með sinn eigin hest og eigin járningagræjur í tímana (laugardag og sunnudag). Fyrirkomulagið verður útskýrt nánar í bóklegum tíma á föstudag.

Dagskráin er eftirfarandi;
Föstudagur kl.18:00-20:00 bóklegur timi
Föstudagur kl.20:00-22:00 verkleg sýnikennsla
Laugardagur og sunnudagur verklegir tímar.

Raðað verður í hópa á föstudag í bóklegum tíma en annaðhvort eruð þið í hóp kl.9-12 eða 13-16. Hámarksfjöldi þátttakenda er 14 manns. Skeifur og fjaðrir innifalið í verði. Verð er 28.500kr.

Skráning er opin á sportabler.com

https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY4NDc=