Skip to content

Íþróttagallar Spretts til mátunar

Loksins mun hestamannafélagið Sprettur bjóða félagsmönnum sínum til kaups íþróttagalla félagsins. Það er æskulýðsnefnd félagsins sem mun sjá um sölu íþróttagallanna og mun allur ágóði af þeim renna til uppbyggingar æsku félagsins.

Íþróttagallinn mun vera samsettur af hálfrenndri peysu og íþróttabuxum. Léttur og klæðilegur sem hentar hvort sem er yfir keppnisgallann eða til daglegrar notkunar. Einnig verður hægt að kaupa rennda hettupeysu sem fæst bæði í karla og kvennasniði.

Bæði íþróttagallinn og hettupeysan verður svört að lit með gráum merkingum. Sjá myndir hér fyrir neðan.
Verð fyrir íþróttagallann er 17.500kr.
Verð fyrir hettupeysuna er 11.000kr.

Gallinn er keyptur af Macron, sem sérhæfir sig í íþróttafatnaði og þjónustar einnig mörg önnur íþróttafélög. Framtíðarsýn okkar er að íþróttagallinn sé kominn til að vera og verður hægt að kaupa hann ár eftir ár.

Hægt verður að máta fatnaðinn á 2.hæðinni í Samskipahöllinni mánudaginn 23.maí milli kl.17-20.

Einnig er hægt að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is ef t.d. foreldrar þekkja stærðir barna sinna í macron fatnaði.

Fyrsta pöntun fer í merkingu miðvikudaginn 25.maí.
Vonumst til að sjá sem flesta!