Íþróttafólk Spretts

Minnum á skilafrest á árangursupplýsingum knapa í Spretti. Skilafrestur er til mánudagsins 9 nóvember.

Áréttum reglurnar og vinsamlegast athugið að öll WR mót eru tekin með í útreikninga en það kemur kannski ekki skýrt fram í úthlutunarreglunum. WR mótin gilda til jafns við WR Reykjavíkurmóts.

Árangursupplýsingar eiga að sendast til ra***@wo*.is fyrir lok mánudags 9 nóvember.
Við hvetjum knapa og forráðamenn knapa að senda inn upplýsingar.

Hestamannafélagið Sprettur – Viðmiðunarreglur við val á knöpum til verðlauna.

Verðlauna alla Landsmótssigurvegara, Heimsmeistara, Norðurlandameistara og Íslandsmeistara. Verðlauna alla sem hafa verið í úrslitum á LM eða HM/NM.

Verðlauna eftirfarandi;

Besti keppnisárangur í barnaflokki, stúlkur og drengir
Besti keppnisárangur í unglingaflokki, stúlkur og drengir
Besti keppnisárangur í ungmennaflokki, stúlkur og drengir
Íþróttamaður og íþróttakona Spretts

Verðlauna í barna- og unglingaflokki þann efnilegasta – áhugasamasta einstaklinginn (í hvorum flokk fyrir sig – einungis hægt að hljóta einu sinni). Horft er til áhuga, framfara og til þátttöku hjá viðburðum félagsins, í keppni og námskeiðaþátttöku hjá félaginu. Horft er til mestu framfara og áhuga (reiðkennarar og æskulýðsnefnd eru matsmenn á það).

Eftirtalin mót gefa stig:

Landsmót gefur alltaf flest stig
Íslandsmót og Norðurlandamót gefa næst flestu stigin
Reykjavíkumeistaramót
Gæðingakeppni Spretts
Íþróttakeppni Spretts

Stigagjöf:

Íþrótta- og Gæðingakeppni Spretts (hver grein) (Ef íþróttamótið er opið þá er það efsti Sprettsfélaginn sem hlýtur fyrsta sætið og svo koll af kolli) og Reykjavíkurmeistaramót .

1. Sæti – 20 stig

2. Sæti – 15 stig

3. Sæti – 10 stig

4. Sæti – 9 stig

5. Sæti – 8 stig

6. Sæti – 7 stig

7. Sæti – 6 stig

8. Sæti – 5 stig

9. Sæti – 4 stig

10. Sæti – 3 stig

Íslandsmót og Norðurlandamót

1. Sæti – 40 stig

2. Sæti – 35 stig

3. Sæti – 30 stig

4. Sæti – 25 stig

5. Sæti – 20 stig

6. Sæti – 15 stig

7. Sæti – 10 stig

8. Sæti – 5 stig

9. Sæti – 4 stig

10. Sæti – 3 stig

Landsmót (Gæðingakeppni)

1. Sæti – 60 stig

2. Sæti – 50 stig

3. Sæti – 45 stig

4. Sæti – 40 stig

5. Sæti – 35 stig

6. Sæti – 30 stig

7. Sæti – 35 stig

8. Sæti – 30 stig

9. Sæti – 25 stig

10. Sæti – 20 stig

11. Sæti – 15 stig

12. Sæti – 14 stig

13. Sæti – 13 stig

14. Sæti – 12 stig

15. Sæti – 11 stig

16. Sæti – 10 stig

Sá sem kemst í milliriðil en ekki úrslit fær 5 stig

Landsmót – tölt og skeið

Fyrir tölt gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti
Fyrir skeið gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti en bara fyrir 5 efstu sætin

Scroll to Top