Íslandsmót í hestaíþróttum 8-12 júli 2015 í Spretti


Íslandsmótin í hestaíþróttum 2015 verður haldið á félagssvæði Spretts í Kópavogi og Garðabæ dagana 8 til 12 júli n.k.

Öllu verður tjaldað til enda búist við fjölda knapa, hesta og áhorfenda.

Félagssvæði Spretts er að komast í hátíðarbúninginn og Sprettarar vinna ötullega að undirbúningi.

Forkeppnin öll verður keyrð samtímis á tveimur völlum 8-10 júlí en svo öll úrslitin á aðalvellinum í Sprettsskeifunni þann 11 og 12 júli.

Hjá Spretti verður boðið uppá allt það besta sem er að gerast í hestageiranum okkar enda aðstaðan öll eins og best verður.

Á mótinu verða ljúffengar veitingar alla dagana þar sem Sprettarar selja kaffi og með því ásamt því að skemmtilegir matarvagnar verða á staðnum með úrvali veitinga.

Búið er að opna fyrir skráningu á www.sportfengur.com og er skráningafrestur til miðnættis 28 júni.

Stofnuð hafa verið tvö mót í Sportfeng. Eitt fyrir fullorðna og ungmenni og annað fyrir börn og unglinga. Þetta er gert til að einfalda vinnu í Kappa – biðjum þá sem skrá sig að hafa það í huga.

Skráningagjald er kr. 4500 fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokka, kr. 6500 fyrir fullorðinsflokkana og kappskeiðgreinar kr. 4.000,-

Skráning er staðfest með greiðslu – annað ekki tekið til greina.

Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 28 júni.

Hægt er að skrá til miðnættis 1 júlí en þá hækkar skráningargjaldið um kr. 2000 á hverja grein.

Allar frekar upplýsingar um skráningu fást með að senda tölvupóst á is********@sp********.is

Keppendur athugið að það er einn keppandi inná vellinum í einu nema í fjórgang barnaflokki en þá verða 3 inná í einu og riðið eftir þul.

Öll aðstaða er til staðar á Sprettssvæðinu og hesthús í boði. Allar nánari upplýsingar um hesthúsapláss fást hjá framkvæmdastjóra Spretts Magga Ben.

Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Spretts, á facebooksíðu Spretts og á viðburðinum „Íslandsmót í hestaíþróttum“ sem stofnuð hefur verið. Einnig verður gefið út kort um aðkomur að svæðinu og hvar hvaða viðburðir fara fram.

Hlökkum til að sjá ykkur öll hjá Spretti í júlí.

Íslandsmót 2015
Scroll to Top