Hlaupahópur HK hefur fengið leyfi til að hlaupa í gegn hjá okkur í Vatnsendahlaupi HK. Hlaupið verður haldið 11. septemer kl 18:00 og verður hlupið frá Kórnum í gegnum hesthúsabyggð Spretts og þaðan framhjá Guðmundarlundi, upp á Vatnsendaborgir, þaðan framhjá borholum og að línuveginum. Þaðan verður farið niður Grímsgötu að Vatnsvík og svo aftur upp á Vatnsendahlíð fyrir ofan Guðmundarlund og til baka upp í Kór.
Hlaupið fer í gegnum svæðið okkar í byrjun hlaupsins og verður umferð hlaupara í um 5-10 mínútur. Auglýst er að hlauparar hafa fengið leyfi fyrir þessu en almennt eru ekki heimilt fyrir hlaupara eða aðra umferð en hestaumferð að fara þessa leið.