Skip to content

Hitaveita

Nú eru framkvæmdir á fullri ferð þar sem nýjasti hluti hmf Spretts mun svo rísa í landi Garðabæjar. Verið er að leggja lagnir, undirbúa gatnagerð og leggja nýja reiðleið á milli hverfa. Meðal lagna sem verið er að leggja er hitaveitulögn og mun lögnin enda við gatnamót Hattarvalla/Andvaravalla.

Sprettur er búinn að sækja um hitaveitu í Húsasmiðjuhöllina, í framhaldinu verður hægt að setja upp hitablásara og loftræstingu í höllina okkar góðu.

Nýjustu svör sem við höfum fengið frá Veitum eru að: Staðan á lagningu dreifikerfis hitaveitu þarna á svæðinu að það verður ekki lokið við að klára að leggja dreifikerfið fyrr en í sumar svo að tenging við reiðhöllina verður ekki fyrr þá. En við (Veitur) getum verið búin að leggja heimlögnina að húsinu eitthvað fyrr.