Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti, Húsasmiðjuhöll, og verður kennt á fimmtudögum. Virkilega skemmtilegt og öðruvísi námskeið fyrir hesta og knapa!
Fyrsti tíminn er 18.jan kl.17-18. Samtals 6 skipti. Námskeiðið er fyrir knapa í yngri flokkum, 10-21 árs, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Stefnt verður að því að búa til sýningarhóp fyrir þá sem hafa áhuga á því. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn: hnakkur, beisli, hringtaumsmúll/tamningabeisli, langur taumur og hringtaumspískur.
Kennari er Guðrún Margrét Valsteinsdóttir.
Verð er 15.500kr og hægt er að nýta frístundastyrkinn.
Skráning hér;