Hestamennska II

Hestamennska II :
Sjálfstætt framhald af hinu vinsæla hestamennsku námskeiði fyrir börn og unglinga 6-13 ára fyrr í vetur.
Nú er gerð krafa um að börnin mæti með sinn eigin hest og séu fær um að ríða og stjórna sínum hesti sjálf. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti.
Kennsla hefst 3. febrúar 2016.
Kennt verður á miðvikudögum.
Reiðkennarar munu skipta hópnum upp eftir aldri og getu hvers og eins, ef þörf þykir.
Tveir þaulreyndir reiðkennarar verða við kennslu í hverjum tíma.
Mjög fjölbreytt námskeið þar sem farið verður m.a. yfir ásetu, ábendingar, fimiæfingar, munsturreið o.m.fl. Reiðkennarar eru Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.
Verð 25000pr þátttakenda.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng en fyrir íbúa Kópavogs verður hægt að skrá í gegnum Íbúðagáttina og nýta þar tómstundastyrki hvers barns.

Fræðslunefnd Spretts

Scroll to Top