Hestadagar

DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS UM HEIM ALLAN 1. MAÍ HESTADAGAR HALDNIR UM NÆSTU HELGI –

Hluti af markaðsverkefninu – „Horses of Iceland“ 

Hestadagar verða haldnir dagana 30. apríl og 1. maí næstkomandi. Það er Landssamband hestamannafélaga sem stendur að Hestadögum í góðu samstarfi við Íslandsstofu sem kynnir íslenska hestinn á heimsvísu í markaðsverkefni undir kjörðinu Horses of Iceland.

Hestadagar snúast um tvennt:

Laugardaginn 30. apríl – Skrúðreið kl. 13 í miðbæ Reykjavíkur Skrúðreiðin leggur af stað frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og fer um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og á Austurvöll þar sem kór tekur á móti hestum og knöpum. Þar gefst fólki tækifæri á að klappa hestunum og spjalla við knapana.

Sunnudagur 1. maí – Dagur íslenska hestsins um allan heim Eigendur íslenska hestins um heim allan eru hvattir til að gera sér glaðan dag með gestum og gangandi, bjóða í heimsókn í hesthús eða í útreiðartúr. Markmiðið er að kynna hestinn og hestamennsku fyrir almenningi, hafa gaman og njóta dagsins og slá á létta strengi!

Hægt að deila upplifun á helgarinnar á samfélagsmiðlunum. Þátttakendur eru hvattir til að deila upplifun sinni með myllumerkinu #horsesoficeland á samfélagsmiðlunum, ljósmyndum og myndskeiðum. Hægt er að vinna vikupassa á Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní til 3. júlí fyrir þann sem sendir inn skemmtilegustu myndina. Horses of Iceland markaðsverkefnið mun opna samfélagsmiðla tengda íslenska hestinum samhliða hestadögum.

Endilega tengist viðburðurinn okkar á Facebook.

Um markaðsverkefnið Horses of Iceland

Samfélag íslenska hestsins hefur tekið höndum saman um markaðsverkefni til að auka verðmætasköpun í tengslum við íslenska hestinn, styrkja ímynd hans í vitund fólks um allan heim og byggja upp sterkt vörumerki, Horses of Iceland. Alls hafa 40 aðilar gerst aðilar að verkefninu sem nær til næstu fjögurra ára.

Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins og starfar með verkefnisstjórn sem skipuð er fulltrúum úr hestasamfélaginu, Félagi hrossabænda (FHB), Landssambandi hestamannafélaga (LH) og Félagi tamningamanna (FT), úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, fulltrúa útflytjenda íslenska hestsins og úr Samtökum ferðaþjónustunnar.

Fjármögnun til fjögurra ára

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur heitið allt að 25 milljónum króna til verkefnisins í fjögur ár gegn sama framlagi frá fyrirtækjum, félögum og hagsmunaaðilum. „Það er ánægjulegt að sjá þá miklu samstöðu sem náðst hefur um að fanga þann kraft sem býr í hestasamfélaginu til góðra verka í þessu mikilvæga verkefni, að lyfta merki íslenska hestsins hærra á heimsvísu, og gera hann verðmætari, bæði í samfélagi manna og sem grunn að auknum viðskiptum“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við undirritum samnings um verkefnið.

25. apríl 2016

Þá lýsti hann yfir ánægju með að verkefnið sé unnið með Íslandsstofu sem hefur reynslu af rekstri markaðsverkefna til kynningar á vörum og þjónustu á erlendum mörkuðum.

Gert er ráð fyrir að ráðstöfunarfé markaðssamstarfsins verði allt að 50 milljónir króna árlega og verður því fé ráðstafað samkvæmt verkefnaáætlun sem unnin verður með aðkomu þátttakenda og verkefnisstjórn staðfestir.

Boð um þátttöku og samstarf í verkefninu. Aðilum sem rækta íslenska hestinn, framleiða hestavörur eða selja þjónustu tengda hestinum býðst að taka þátt í verkefninu sem og samtökum þessara aðila. Einnig geta aðrir sem eru tilbúnir að taka þátt í verkefninu fjárhagslega, s.s. þjónustuaðilar, birgjar og stofnanir eða félög, gerst aðilar að verkefninu.

Þátttakendum býðst að taka þátt í að móta áherslur verkefnisins og fylgjast með framgangi þess og njóta ýmiss ávinnings af þátttökunni.

Samtök og félög sem hafa verið í fararbroddi fyrir verkefninu, Félag hrossabænda, Landssamband hestamannafélaga og Félag tamningamanna, eru aðilar að þessum samningi, með framlagi til fjögurra ára. Íslandsstofa leggur verkefninu til krafta verkefnisstjóra og aðstöðu. Fjölmargir aðrir, fyrirtæki samtök og ræktunarbú, hafa ákveðið að nýta þetta tækifæri og staðfest þátttöku sína í verkefninu, en það eru:

Sólhestar

Félag Hrossabænda

Landssamband hestamanna

Félag Tamningarmanna

Export Hestar

Hrímnir

Skjaldarvík

Fornhagi

Hrauni Ölfusi

Heimahagar

Sunnuhvoll

Vesturkot

Kvíarhóll

Blesastaðir

Skeiðvellir

Syðri Úlfsstaðir

Hestamiðstöðin Dalur

Brjánsstaðir

Hrísdalshestar

Söðulsholt

Icelandair Cargo

Litla-Brekku

Friðheimar

Hrossaræktarsamtaka

Suðurlands

Kjarr

Glæsibær 2 (Hafdal Hestar)

Litlaland í Ölfusi

Eldhestar

Lífland

Exploring Iceland

Hestvit ehf.

Lundar

Auðholtshjáleigu/Grænhóll

Eystra-Fróðholt

Íslenski hesturinn

Stenholmen

Islandshästcenter

Berg Hrossarækt

25. apríl 2016

Nánari upplýsingar um verkefnið veita Jelena Ohm (je****@is**********.is), verkefnisstjóri og Guðný

Káradóttir (gu***@is**********.is), forstöðumaður hjá Íslandsstofu í síma 511 4000. Sjá nánar vídeó á

vefnum https://youtu.be/cvEWnIiQqDM og á vef Íslandsstofu, www.horsesoficeland.is .

hestadagar
Scroll to Top