Herdís Björg og Kvarði áttu heldur betur völlinn í dag á Heimsmeistarmóti Íslenska hestins í Hollandi. Þau gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Tölt T1 í ungmennaflokki með einkunina 7,22 og eru því Heimsmeistarar!!!
Herdís Björg Jóhannsdóttir Kvarði frá Pulu 7.22 – Ísland
Hægt tölt 6.83 : 6.5 – 7.0 – 7.0 – 6.5 – 7.0
Hraðabreytingar 7.17 : 7.5 – 7.0 – 7.5 – 6.0 – 7.0
Greitt tölt 7.67 : 8.0 – 8.0 – 7.5 – 7.5 – 7.5
Herdís er enn í unglingaflokki og hefur því verið að keppa upp fyrir sig á mótinu en það hefur ekki verið að sjá á vellinum að þarna sé á ferðinni yngsti keppandi mótsins.
Sprettur óskar Herdísi Björgu og auðvitað fjölskyldunni á Pulu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Hér má sjá viðtal við hana sem var tekið rétt eftir að þau komu úr braut í dag. https://eidfaxi.is/mer-lidur-frabaerlega/