Skip to content

Herdís Björg fulltrúi Spretts á Hm í Hollandi

Heimsmeistarmót Íslenska hestsins hefst á morgun, þriðjudaginn 8.ágúst.

Einn fulltrúi Spretts, Herdís Björg Jóhannsdóttir, keppir á mótinu. Herdís keppir á heimaræktuðum hesti fjölskyldunnar, Kvarða frá Pulu, munu þau keppa í Tölti T1 í ungmennaflokki. Herdís Björg og Kvarði urðu Íslandsmeistarar í tölti unglinga árið 2022 og sigruðu T1 ungmenna á Íslandsmótinu á Selfossi fyrr í sumar. 

Sprettur er stoltur af því að fjölskyldan á Pulu keppir fyrir hönd Spretts þrátt fyrir að búa austur í Rangárvallasýslu. Herdís Björg fékk viðurkenningu fyrir besta keppnisárangur í unglingaflokki, stúlkna, 2022.

Sprettur óskar Herdísi og Kvarða alls hins besta á mótinu og hvetjum við Sprettara sem verða í stúkunni á HM að fagna Herdísi og Kvarða sérstaklega vel þegar þau koma í braut.

Hægt er að fylgjast með fréttum af mótinu á https://www.lhhestar.is/, https://eidfaxi.is/, https://hestafrettir.is/ einnig er Hulda „okkar“ Geirsdóttir á mótinu fyrir hönd Rúv svo er hægt að fylgjast með mótinu hér https://www.wc2023.nl/

LH er duglegt við að birta smá skot á https://www.instagram.com/lhhestar/