Helgarnámskeið með Sigvalda Lárus
Helgina 28.-29. desember nk. mun Sigvaldi Lárus Guðmundsson bjóða upp á helgarnámskeið. Kennt er á laugardegi og sunnudegi í 40mín einkatíma. Á laugardegi og sunnudegi er kennt í Samskipahöll, hólf 3.
Sigvaldi er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur sinnt reiðkennslu við góðan orðstír í fjölda mörg ár. Sigvaldi er einnig reiðkennari ársins 2022 hérlendis.
Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri við mjög góðan orðstír, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Kennslan er einstaklingsmiðuð þar sem hverjum og einum verður hjálpað með sín verkefni.
Verð er 32.500kr fyrir fullorðna.
Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 27.000kr. Sjá ákveðnar tímasetningar merktar yngri flokkum. Ef óskir eru um aðrar tímasetningar eða nánari upplýsingar þá er hægt að senda póst á [email protected].
Skráning er opin og fer fram á sportabler. Beinn hlekkur á skráningu hér:
https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzUyNjY=?